1800 Carl Heinrich Knorr fæðist 15. maí, í bænum Meerdorf í Þýskalandi.
1838 Vörumerkið KNORR verður til þegar Carl Heinrich Knorr byggir verksmiðju í Heilbronn í Þýskalandi. Verksmiðjan þurrkar og malar kaffifífil (sikoríu) fyrir kaffiverksmiðjur um allan heim í kaffibæti.
1870 Synir C.H. Knorr byrja að vinna í fyrirtækinu. Þeir hefja tilraunir með að þurrka grænmeti og kryddjurtir og nota síðan í súpur.
1873
Árið 1873 byrjar svo Knorr að selja þurrkaðar súpur.
1875 Carl Heinrich Knorr deyr.
1889 KNORR kynnir ”Erbswurst”, aðra skyndivöru. Þetta er kryddað baunasúpuþykkni sem er pakkað í pylsubelg. ”Súpupylsuna” má borða þurra en oftast er hún sett í sjóðandi vatn og gerð úr henni súpa. Varan varð mjög vinsæl því hún var svo létt og auðvelt að tilreiða hana. Árið 1900 fengust 40 tegundir af ”súpupylsunni".
1899 C.H. KNORR A.G. verður hlutafélag með 800 starfsmönnum.
1908
KNORR verður fyrst fyrirtækja í Evrópu til að bjóða pakkasósur.
1912 Knorr heldur áfram brautryðjendastarfi sínu og kynnir á markað fyrstu súputeningana sem urðu fljótt í uppáhaldi á flestum heimilum. Súputeningarnir auðvelduðu matseldina til muna.
1953 Aromat krydd kemur á markað.
1958
KNORR GmbH rennur 100% saman við CPC International Inc., sem síðan skiptir um heiti og verður Bestfoods.
2000 Knorr hefur breikkað vöruúrvalið verulega og selur nú vörur sínar í 87 löndum um allan heim.
Í október eignast Unilever Knorr-merkið.
2014 Þrátt fyrir allar þær breytingar sem hafa orðið í áranna rás byggir Knorr framleiðslu sína enn á hefðbundnum og faglegum vinnubrögðum og innsýn í smekk og matarhefðir ólíkra þjóða. Frá Heilbronn-verksmiðjunni héldu synir stofnanda Knorr út í heim í leit að hugmyndum og urðu þannig upphafsmenn stöðugrar nýsköpunar í alþjóðaumhverfi Knorr. Enn í dag er Heilbronn-verksmiðjan lífæðin í menningu Knorr og stöðugri leit að frumlegum lausnum. Frækin fortíð Knorr og liðsinni frábærra matreiðslumanna víðs vegar að úr heiminum gerir það að verkum að traustar hefðir og vinnubrögð handverksmannsins geta kallast "erfðaefni" Knorr.
Í dag er Knorr 176 ára gamalt vörumerki. Um 320 milljónir manns neyta og njóta Knorr á hverjum degi. Knorr kokkarnir halda áfram að gera tilraunir og vinna með nýjar vörur og matreiðsluaðferðir til að aðstoða við einfalda matreiðslu á ljúffengum réttum í eldhúsi fjölskyldunnar.
2020 Knorr leggur áherslu á að bjóða upp á bragðgóðar vörur og uppskriftir þar sem lögð er áhersla á gæði og umhirðu náttúru.Knorr vinnur nú að verkefninu „Unilever Sustainable Agriculture Code“. Í því felst að árið 2020 verður allt grænmeti sem notað er í Knorr vörur úr sjálfbærum landbúnaði. Enda er einkunnarorð Knorr „Great taste is in our Nature“.