Mexíkóskar nautahakks enchiladas

Mexíkóskar nautahakks enchiladas

Mexíkóskar nautahakks enchiladas

500 gr nautahakk
1 laukur smátt saxaður
2 hvítlauksrif söxuð
1 dl Heinz chilli tómatsósa
3 msk tómatpurreé
1 msk óreganó
1/2 msk cumin
2 tsk salt
1 tsk chilliduft
1/2 bréf Chilli con Carne mix frá Knorr
2 dl

vatn
1 poki rifinn ostur
8 tortilla kökur
2 msk fersk steinselja
1 rauður chilli smátt saxaður

Steikið nautahakkið og laukinn í rúmlega 5 mínútur

upp úr olíu á pönnu og hrærið vel í á meðan.  Bætið hvítlauknum við og látið malla í 1 mínútu, hellið svo chilli tómatsósunni, tómatpurré, kryddinu og chilli Con Carne mixinu út á ásamt vatninu og látið malla í 15 mínútur.  
Hitið ofninn í 250°C og takið eina köku í einu og setjið hakk í miðjunna og rúllið upp hverri og einni og raðið í eldfast mót.  Dreifið ostinum yfir, ásamt steinseljunni og smátt saxaða rauða chilliínum. Má sleppa chilli piparnum ef maður vill ekki hafa þetta of sterkt. Setjið inn í ofn í rúmlega 10 mínútur eða þangað til osturinn er vel bráðinn yfir.

Gott er að hafa Guacamole með og sýrðan rjóma.