Kjúklingapizza

Kjúklingapizza

Kjúklingapizza

 

2 kjúklingabringur
1 pakki sveppir
1 hvítlaukur lítill
1/2 krukka pestó (tilbúið eða heimagert)
1 poki rifinn mozzarella ostur
1 poki ferskur mozzarella ostur
3 msk kjúklingakrydd frá Knorr
3 msk Becel fljótandi smjör til að steikja upp úr

Svo getið þið annað hvort gert ykkar eigið pizzadeig eða keypt tilbúið sem er nú ansi gott stundum. Þið getið fundið uppskrift af pizzadeigi hér á síðunni undir Pasta,súpur og smáréttir.

Ég tók kjúklingabringurnar og hellti chilliolíu yfir þær frá Monumental og kryddaði þær með kjúklingakryddi frá Knorr.  Grillaði þær á útigrillinu í ca 20 mínútur og skar þær síðan niður í litla bita.
Fletjið pizzadeigið út og setjið á pizzapönnu eða bökunarplötu og dreifið pestóinu essaysonlines.com

á botninn og dreifði svo rifna mozzarella ostinum yfir.  Takið sveppina og skerið þá í

stóra bita og saxið hvítlaukinn smátt og steikið þetta saman á pönnu í smjörinu, bara í stutta stund eða svona 5 mínútur. Takið af pönnunni og dreifið yfir pizzuna, setjið næst kjúklinginn yfir pizzuna og að lokum

rífið ferska mozzarella ostinn yfir.
Stundum læt ég þetta duga en ef ég á t.d rjómaost inn í ísskáp þá sletti ég nokkrum skeiðum af honum yfir.  Síðan er hægt að baka pizzuna í 20 mínútur í mjög heitum ofninum eða eins og ég geri alltaf að grilla hana á útigrillinu í 20 mínútur.